JUST LIKE A PAINTING

Eggert is a conceptual artist with a realistic vision of form and structure, but the imagination is tied to interpretation and his own sense of painting.

Just Like a Painting is a documentary on the painter Eggert Pétursson. In moraines near Skaftafell Glacier and close to the Arctic Circle at Tröllaskagi peninsula we discover the film’s dynamic cornerstone on our trip through the Highlands. Our guide is botanist Thóra Ellen Thórhallsdóttir, who connects the dots between our experience of the Icelandic nature and the floral diversity of Eggert’s flower paintings. 

Eggert is a conceptual artist with a realistic vision of form and structure, but the imagination is tied to interpretation and his own sense of painting. From his book of sketches, surrounded by a musical ode to Mother Nature, the flora’s perseverance and complexity matches the world of the painting while emphasizing the coexistence of these two worlds.

Umsögn leikstjóra um myndina: 

“Eins og málverk eftir Eggert Pétursson” er 74 mínútna heimildarkvikmynd um listmálarann Eggert Pétursson og ferð okkar um Tröllaskaga, Miðháendið og Vatnajökulsþjóðgarð, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og flórumengi blómamynda Eggerts. Frá skissubók hans og í tónlistaróði til móður náttúru, þar sem ljósið hefur ekki skilist frá skuggunum fyrr en áhorfandinn hefur brennt það í huga sér! 

Við njótum leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, grasafræðings og hún jarðtengir okkur í náttúruheim dagsins í dag, þar sem þrautseigja og margbreytileiki flórunnar skákar heimi málverksins, en um leið undirstrikar tilvist þessa tveggja heima.

Höfundar tónlistar þeir, Atli Örvarsson og Sindri Már Sigfússon, tónskáld, hafa samið og fullgert tónlistina, einskonar óð til náttúrunnar, sem fylgir myndmáli og innri hjartslætti “flóru-veruleika myndarinnar” –bæði sterkt og veikt og allt þar á milli!

Við rekjum lífshlaup og þroskasögu Eggerts, þ.e. hvernig stíll hans hefur þróast og þroskast og við bregðum upp reglulega myndasyrpum og úrvali málverka hans frá 1992 – 2019. Við skjótum einnig inn sérfræðiáliti listfræðinganna Ólafar K Sigurðardóttur og Barkar Arnarssonar.  Eggert og fjölskylda hans dvelja löngum í sumarbústað sínum í Úthlíð í Biskupstungum þar sem hraun, mosatóftir og fléttugróðri rétt handan við hornið, eru einnig miklir áhrifavaldar. Tónlist hefur haft mikil áhrif  í lífi þessa þolinmóða manns, sem stendur langdvölum fyrir framan trönurnar og málar um það bil 10 – 15 misstór málverk á ári þar sem nákvæmni og virðing fyrir minnstu smáatriðum skifta öllu máli. Eggert hefur alltaf haft vinnuaðstöðu heima. Eggert Pétursson (fæddur 1956) á glæstan feril að baki og er fyrir löngu komin í hóp ástsælustu listmálara Íslands og liggja frægðarspor hans víða. 

Tröllaskagi.  Óður til málverks  (180×260) 

“Tröllin” á bergstallinum koma upp úr hafinu. Málverkið er stórt og markar ströndina frá sjónum ofan í landakortið og deilir fjölbreytileika sínum eftir djúpum dölunum. “Trölla-blómin” í þeim skynja ég tónlist sem sunnan þeyr!  Máttur sólarinnar beinir geislum sínum í lækjadý og umbreytir leyfum vetrafjötranna í dásamlegt sjónarspil. Og jarðlægð laufin mynda breiður og reklarnir eru einsog deplar eða punktar sem leika í sólskininu, líkt og náttúran sjálf megnar hjálparlaust að  breiðast út í alla sali.

Hér á Íslandi í ríki heimsskautaflórunnar er hún bæði óspillt, -og ósnert, þar sem blómin eru laus undan “kúltúr bragganum” -og oft er erfitt að skilja á milli fegurðar og ljótleika, Eggert: “…stundum mála ég illgresi, sem verður bara fallegt alveg eins og eyrarrósin”.

Máttur íslensku flórunnar í skjóli jökla og víðerni hálendisins er ómótstæðilegur og myndgerð okkar mun gagnast þannig, að enn fleirri geti notið náttúru landsins. Náttúran og allt í kring breytist dag frá degi. Kyrrð, sól, skuggar og lífsins vatn, upphaf alls og náttúran endalausa, breytist og þróast og er máluð og fanguð á strigann.

Titill: Eins og málverk eftir Eggert Pétursson
Enskur titill: Just Like a Painting by Eggert Pétursson
Tegund: Heimildarkvikmynd
Tungumál: Íslenska/enska/finnskaLeikstjóri: Gunnlaugur Þór Pálsson
Handritshöfundur: Gunnlaugur Þór Pálsson & Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Framleiðandi: Sjónhending ehf
Meðframleiðandi: Axfilms ehf
Stjórn kvikmyndatöku: Ólafur Rögnvaldsson
Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir
Tónlist: Atli Örvarsson & Sindri Már Sigfússon
Aðalhlutverk: Eggert Pétursson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Ólöf K Sigurðardóttir
Hljóðhönnun: Gunnar Árnason

Framleiðslufyrirtæki: Sjónhending ehf
Meðframleiðslufyrirtæki: Axfilms ehf
Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis:
Sölu- og dreifingarfyrirtæki innanlands:
Vefsíða:

Hljóð: Steríó (Surround 5.1)
Lengd: 1:13: 48
Upptökutækni: ProRes 4K 4.4.2 HQ
Sýningarform: DCP 25
Sýningarhlutfall: 1:2,39
Frumsýnd: 15.03.2020 Stockfish Film Festival
Framleiðslulönd: Ísland

Scroll to Top